Við fengum bílinn okkar í gær og eru í skýjunum. Ég get ekki lýst því hvað við Sólrún eigum frábæra að. Bíllinn var fullur af ýmsu góssi og það má segja að þetta hafi verið hálfgerð jólaveisla. Fengum okkur skyr í hádeginu ég og krakkarnir en Sólrún var að vinna.

Við fórum svo í ökutúr í gær og maður er eiginlega að kynnast Odense upp á nýtt.

Á morgun kemur tengdamamma í heimsókn og ég ætla að steikja eina önd til að halda upp á það. Ég mun líklega gera appelsínuönd og get ekki beðið eftir því að fara að takast á við eldamennskuna á morgun.

jæja, ég hef svo sem ekki mikið annað að segja.

kv.

Arnar Thor kátur bílnotandi í Danmörku

PS:Ég vil biðja fólk um að draga úr "commentum" á síðunni. Ég hef ekki undan að lesa þetta allt saman.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Vodda?!!!!!!!!!!! En ég?!!! Ég er líka að koma!!!!!!!!
RÚNA BJÖRK!!!!!!!!!
Nafnlaus sagði…
Til hamingju með bílinn!!
En bíddu tengdó í önd??? Varstu ekki búin að bjóða okkur???? Nú verð ég að afpanta 5*farseðla :-(
Munda
Arnar Thor sagði…
Munda það er nóg til. og Rúna þú fellur undir breytuna "tengdó".

kv.

Arnar Thor
Sara sagði…
Til hamingju með bílinn... ég væri ekkert á móti því að fá allt þetta íslenska gotterí sem leyndist í bílnum ;o)

Ég er ekkert öfundsjúk!!?
Helgi sagði…
Vona að enginn fari að troða uppá okkur gömlum skóda frá Íslandi. Kom Halli með þennan frá Kópavogi?
Annars vorum við að kaupa Lödu yfir netið. Keyptum gamla rauða steisjón Lödu af Slippnum í Njarðvík og fengum þrjá slípurokka og 20 lítra af blýmenju í kaupbæti. Kemur með ms. Voðafossi eftir helgina.

H.

Vinsælar færslur